Að vera iðjusamur dugar ekki lengur eitt og sér til þess að fá stöðuhækkun í einni kínverskri sýslu að því er fram kemur í kínverskum fjölmiðlum. Samkvæmt nýjum reglum verða opinberir starfsmenn í Changyuan-sýslu í Henan-héraði ekki aðeins að vera duglegir í vinnunni vilji þeir eiga möguleika á því að ná langt í starfi, heldur verða þeir einnig að vera góðir við foreldra sína.
Sérstakir matsmenn hafa það verkefni að ræða við ættingja og vini viðkomandi starfsmanns í þeim tilgangi að komast að því hvort starfsmennirnir heiðri föður sinn og móður.
Sérfræðingar segja að á meðan Kína er að nútímavæðast standi ýmsar hefðir, s.s. að sjá fyrir foreldrum sínum, höllum fæti.
Nýju reglurnar þykja gefa vísbendingar um það að kínverskir leiðtogar hafi áhyggjur af því að ekki séð nægilega vel um eldri borgara landsins, sem fer fjölgandi.