Blindur flugmaður í hnattflugi

Blindur flugmaður stefnir að því að fljúga fisflugvél hálfa leið umhverfis jörðina, eða frá London til Sydney, og safna um leið fé til verkefna í þágu blindra og sjónskertra. Flugmaðurinn, sem nefnist Miles Barber, hefur áður unnið ýmis afrek, sem til þessa hafa aðeins verið talin á færi þeirra sjáandi. Hann hefur m.a. ekið á hundasleða yfir Suðurskautslandið og hlaupið yfir Saharaeyðimörkina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert