Bretar gera tilraunir með löggjöf um barnaníðinga

Stjórnvöld í Bretlandi áforma að gera tilraunir með kerfi, þar sem foreldrum barna verður gert viðvart ef dæmdir barnaníðingar búa í nágrenninu. Um er að ræða kerfi, sem sniðið er eftir bandarískri löggjöf.

Fram kemur á heimasíðu Dan Norris, þingmanns Verkamannaflokksins, að áformað sé að gera tilraun með þetta kerfi í kjördæmi hans í Somerset. Bandaríska löggjöfin var fyrst sett í New Jersey í kjölfar þess að 7 ára gömul stúlka var myrt. Reyndist nágranni stúlkunnar hafa verið að verki en hann hafði tvívegis áður verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum.

Bandarísku lögin kveða á um, að kynferðisglæpamenn, sem losna úr fangelsi, verði að skrá sig hjá lögreglu þegar þeir flytja á milli sveitarfélaga og jafnframt, að almenningur fái vitneskju um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert