Mannleg mistök ollu því að gríska farþegaskipið fórst

Farþegaskipið þar sem það sat á skerinu við Santorini áður …
Farþegaskipið þar sem það sat á skerinu við Santorini áður en það sökk. Reuters

Grískur ráðherra sagði í dag að mannleg mistök hafi stuðlað að því að grískt farþegaskip steytti á skeri og fórst á Eyjahafi í síðustu viku. Tvennt er talið af eftir slysið, en um 1.600 manns var bjargað frá borði áður en skipinu hvolfdi og það hvarf í hafið.

Sex meðlimir áhafnar skipsins, þ.á m. skipstjórinn, hafa verið kærðir fyrir vanrækslu. Skipstjórinn hefur borið við sjópróf að hann hafi ekki áttað sig á því hve hafstraumar væru sterkir á þessum slóðum og því hafi skipið farið upp á skerið, sem er vel merkt á sjókortum, rétt áður en það átti að leggjast að bryggju á einni Santorini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert