Skipti um kynferði án kynskiptiaðgerðar

Fimmtugur spænskur kynskiptingur varð í dag fyrsti Spánverjinn sem skiptir um kynferði að lögum án þess að gangast undir kynskiptiaðgerð. Er þetta í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Spáni í síðustu viku. Maðurinn heitir Julio Cuesta og er kvenkyns. Hann hefur nú lagalegan rétt til að vera skráður karlmaður á opinberum skjölum, að því er talsmaður Lambda-samtaka homma og lesbía, tjáði fréttastofunni AFP.

„Honum hefur fundist hann vera karlmaður og kallað sig Julio síðan hann var á kynþroskaaldri, en hann hefur ekki getað farið í kynskiptiaðgerð vegna fötlunar,“ hefur AFP eftir talsmanni Lambda.

Samkvæmt nýju lögunum þurfa kynskiptingar að leggja fram læknisvottorð um kynferðisröskun sína og sýna fram á að þeir hafi farið í hormónameðferð vegna hennar í að minnsta kosti tvö ár áður en þeir geta fengið að breyta um kynferði í opinberum gögnum. Áður en lögin tóku gildi fékkst slíkt einungis ef kynskiptiaðgerð hafði verið gerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert