Fimm af 18 dómurum við stjórnlagadómstól Úkraínu kvörtuðu í dag yfir gríðarlegum þrýstingi, sem þeir sæti þessa dagana af hálfu stríðandi fylkinga í stjórnmálum landsins. Stjórnlagadómstóllinn fjallar nú um, hvort tilskipun forseta landsins um að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, sé í samræmi við lög og stjórnarskrá Úkraínu.
„Vítaverðum þrýstingi hefur verið beitt," sagði Volodymyr Kampo, einn dómaranna, þegar hann las yfirlýsingu frá þeim fyrir blaðamenn. „Til að tryggja öryggi okkar höfum við farið fram á að njóta opinberrar verndar."