Ummæli Sarkozys um barnaníðinga valda uppnámi

Nicolas Sarkozy áritar boli í bókabúð um helgina.
Nicolas Sarkozy áritar boli í bókabúð um helgina. Reuters

Nicolas Sar­kozy, for­setafram­bjóðandi í Frakklandi, varði í dag um­mæli sem hann viðhafði í tíma­ritsviðtali í gær, þar sem hann sagðist telja að barn­aníðing­ar hefðu hlotið þau ör­lög þegar við fæðingu. Aðrir fram­bjóðend­ur í for­seta­kosn­ing­un­um hafa gagn­rýnt um­mæl­in heim­spek­ing­ar og for­svars­menn kaþólsku kirkj­unn­ar hafa gagn­rýnt Sar­kozy fyr­ir að halda því fram að fólk geti ekki breyst.

Um­mæl­in féllu í viðtali við heim­speki­tíma­ritið Phi­losophie Magaz­ine. Sar­kozy sagðist í dag hafa varpað fram spurn­ingu til umræðu en hefði eng­in svör.

„Hve mik­ill hluti af þessu er meðfædd­ur og hve mik­ill áunn­inn? Við skul­um að minnsta kosti ræða það," sagði hann við France-2 sjón­varps­stöðina í dag.

Í tíma­rit­inu var haft eft­ir Sar­kozy: „Ég held per­sónu­lega, að maður fæðist sem barn­aníðing­ur og það er vanda­mál að við vit­um ekki hvernig á að meðhöndla slík­an sjúk­dóm. Um 1200-1300 ung­menni fremja sjálf­morð í Frakklandi ár­lega og það er ekki vegna þess að for­eldr­ar þeirra hugsa illa um þau. Það er vegna þess, að þau eru erfðafræðilega veik­b­urða... Kring­um­stæðurn­ar skipta ekki öllu máli en hinn meðfæddi þátt­ur veg­ur afar þungt."

Sam­kvæmt skoðana­könn­un­um mun Sar­kozy fá flest at­kvæði í fyrri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna, sem verður 22. apríl. Sè­golé­ne Royal kem­ur næst og síðan Franco­is Bayrou.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert