Alþjóðlegu orkusparnaðar- og umhverfisverndarverðlauna Energy Globe awards voru veitt á Evrópuþinginu í dag og sögðu aðstandendur verðlaunanna að Bandaríkin og forseti þeirra væru varmenni og vondi kallinn í þessum málaflokki.
Þó var bandarískt átak í umhverfismálum verðlaunað á hátíðinni. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum, eldur, jörð, vatn og loft. Belgía hlaut heiðursverðlaun fyrir góða stefnu í umhverfismálum en í jarðarflokknum vann átak sem vinnur að því að nota sólarorku til að þurrka ávexti og grænmeti í Kenýa.
Eldflokkinn vann danskt verkefni sem sér 16 þúsund heimilum fyrir raforku sem sömuleiðis er fenginn með sólarorku.
Vatnsflokkinn vann bandarískt verkefni sem hefur hannað vatnssíu sem unnin er úr endurunnum polyester-plastögnum. Loftflokkinn vann víetnömsk verksmiðja sem vinnur gas úr mykju.
Stofnun sem nefnist GEG veitir verðlaunin en henni stjórnar austuríski umhverfissinninn Wolfgang Neumann.