Ekki hægt að kæra Anders Fogh Rasmussen fyrir þátttöku Dana í Íraksstríði

Anders Fogh á blaðamannafundi í febrúar sl. þar sem hann …
Anders Fogh á blaðamannafundi í febrúar sl. þar sem hann tilkynnti að hersveitir Dana myndu hverfa frá Írak í ágúst nk. og í staðinn yður sendar léttvopnaðar þyrlusveitir Reuters

Eystri-landsréttur í Danmörku úrskurðaði í dag að ekki væri hægt að sakfella Anders Fogh Rasmussen,forsætisráðherra Dana, vegna ákvörðunar ríkisstjórnar hans um að senda herlið til Íraks árið 2003

Tuttugu og sex manns höfðu lagt fram kæru á hendur forsætisráðherranum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar hans um að senda danska hermenn til Írak, forsenda kærunnar var sú að um stjórnarskrárbrot hefði verið að ræða.

Meðal kærenda, sem nú geta ekki haldið lengra með málið, eru foreldrar ungs hermanns sem var drepinn árið 2005 í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert