Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, tilkynnti í morgun að hann muni frysta laun sín í fimm ár og gefa launahættun, sem hann fékk nýlega, til góðgerðarmála. Mikið uppnám varð í borgríkinu þegar fréttist af því að árslaun Lees hefðu verið hækkð um nærri hálfa milljón dala.
Árslaun forsætisráðherrans voru 1,62 milljónir dala á síðasta ári, jafnvirði 108 milljóna króna, en í vikunni kom fram að árslaun hans í ár yrði rúmar 2 milljónir dala, eða um 135 milljónir króna.