Japönsk hjón handtekin fyrir að halda úti klámsíðu

Japönsk hjón sem birtu myndir af sér stunda kynlíf á vefsíðu sem þau ráku á netinu hafa verið handtekin, en hjónin högnuðust vel á síðunni. Þrátt fyrir að það sé víða hægt að nálgast klámefni í Japan þá ákvað lögreglan að grípa til aðgerða í þessu máli sökum þess að hún heldur því fram að netið sé opinber vettvangur. Lögreglan segir að hjónin hafi því gerst sek um vera með dónaskap á almannafæri.

Þau Fumio Hisano, sem er 38 ára, og Reiko eiginkona hans, sem er 32ja ára, voru handtekin í Fukui-héraði Japans.

„Hin grunuðu hafa viðurkennt megnið af sakargiftunum,“ sagði talsmaður lögreglu.

Hjónin ráku vefsíðu sem hét „Herbergi Ayu“ í fimm eða sex ár, en Aya er algengt kvenmannsnafn í Japan. Þau högnuðust vel á fólki sem var reiðubúið að greiða fyrir það að sjá hjónin hafa samfarir, eða sem nemur rúmum 112 milljónum kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert