Maliki: Tilræðið mun ekki veikja staðfestu þingmanna

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur fordæmt sprengjutilræðið í þinghúsinu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag og heitið því að slík „glæpsamleg ofbeldisverk" muni ekki veikja staðfestu þingmanna.

„Glæpagengi hryðjuverkamanna hefur framið hryllilegan glæp sem olli píslarvætti og sárum embættismanna," segir í yfirlýsingu forsætisráðherrans en hann er nú staddur í Suður-Kóreu. „Þetta tilræði sýnir að hryðjuverkamenn ráðast á fólkið í gegn um fulltrúa þess og að þeir vilja koma í veg fyrir upplifum okkar á lýðræði og standa í þróun fyrir stjórnmálalega lýðræðisþróun."

Að minnsta kosti tveir íraskir þingmenn létust og 15 manns særðust þegar sprengjan sprakk í mötuneyti íraska þingsins en lögregla telur að sjálfsvígsárásarmaður hafi staðið á bak við árásina.

Mötuneytið er fyrir þingmenn og starfslið þeirra og er á Græna svæðinu svokallaða í Bagdad þar sem öryggisgæsla er mjög mikil. Árásin þykir mikið áfall fyrir Bandaríkjaher, en þrír mánuðir eru liðnir frá því öryggisgæslan í borginni var hert til muna.

Morðum af völdum trúarátaka hefur fækkað í borginni í kjölfar hins herta eftirlits en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir sprengjurárásir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert