Taílandskonungur hefur náðað Svisslending sem var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að afskræma myndir af konunginum. Olvier Jufer var dæmdur til fangelsisvistar í síðasta mánuði eftir að hann viðurkenndi að hafa úðað málningu á myndir af Bhumibol Adulyadej konungi í borginni Chiang Mai. Konungurinn nýtur mikllar virðingar í Taílandi.
Talið var að þetta væri í fyrsta sinn sem útlendingur hefði verið fangelsaður fyrir að hafa brotið gegn lögum um konungsfjölskylduna.
Að sögn lögreglunnar má Jufer eiga von á því að verða sendur úr landi eins fljótt og auðið er þar sem hann hefur hlotið náðun, segir á vef BBC.
Konungurinn er elskaður og dáður um gjörvallt Taíland og fólk kemur oftar en ekki fram við hann sem einskonar guðlega veru.
Fréttaskýrendur segja að náðun konungsins gagnvart útlendingi muni aðeins styrkja ímynd hans enn frekar.