Rússneski milljarðamæringurinn Boris Berezovsky segist vera að undirbúa byltingu í Rússlandi í þeim tilgangi að koma Vladimír Pútín Rússlandsforseta frá völdum.
„Við þurfum að beita valdi til þess að koma á breytingum á þessari stjórn,“ sagði Berezovsky, sem hefur fengið hæli í Bretlandi, í viðtali við Guardian.
„Það er ekki hægt að breyta þessari stjórn með aðferðum lýðræðisins. Það getur engin breyting átt sér stað á þess að afli eða þrýstings sé breytt.“
Þegar hann var spurður hvort hann væri að undirbúa byltingu svaraði hann: „Já, þú hefur rétt fyrir þér.“
Berezovsky, sem hefur verið hávær andstæðingur Pútíns, segist vera í sambandi í fólk sem tilheyrir stjórnmálaelítunni í Rússlandi.
Hann nefndi engin nöfn í þessu sambandi þar sem það gæti ógnað lífi viðkomandi einstaklinga, en hann segir að fólkið sé á sömu skoðun og hann hvað varðar að Pútín sé að grafa undan lýðræðislegum umbótum í landinu. Pútín sé að koma á miðstýringu valda og brjóti gegn stjórnarskrá landsins.