Flugvél varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheneys, fékk fugl í annan hreyfilinn er hún kom inn til lendingar í Chicago í dag. Vélin sem nefnist Air Force Two, lenti án vandkvæða og hélt Cheney ótrauður áfram og gat haldið ræðu á ráðstefnu í borginni. Á meðan athuguðu flugvirkjar vélina.
Cheney skammaði þingmenn Demókrata fyrir að tengja fjárveitingar til hersins við tímatöflu og áætlanir um brotthvarf hersins frá Írak. Hann sagði að það væri óásættanlegt og sagði það skyldu forseta landsins að stýra stríðsaðgerðum.
Fuglinn tafði heldur ekki för forsetans frá O’Hare flugvellinum áleiðis til Washington.