Læsti dóttur sína inni í ísskáp

Karlmaður, sem lokaði fjögurra ára gamla dóttur sína inni í ísskáp og stofnaði lífi hennar þannig í hættu, var ákærður fyrir líkamsárás í sænsku borginni Sundsvall í dag. Maðurinn hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að misþyrma eiginkonu sinni.

Sænska fréttastofan TT segir, að maðurinn, sem ekki er sænskur ríkisborgari, sé ákærður fyrir að loka dóttur sína inni í ísskáp í júní á síðasta ári. Þegar móðir stúlkunnar kom að og bjargaði dóttur sinni hafði líkamshiti hennar lækkað í 28 gráður og hún var því í lífshættu.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að brenna dóttur sína með járni en ör eftir brunasár voru á líkama stúlkunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert