Leit að mönnunum á Bourbon Dolphin hætt

Bourbon Dolphin, norski dráttarbáturinn sem hvolfdi við Hjaltland í gær.
Bourbon Dolphin, norski dráttarbáturinn sem hvolfdi við Hjaltland í gær. Reuters

Leit að hinum fimm mönnum sem saknað er af flaki norska dráttarbátsins sem hvolfdi um 75 sjómílur austan við Hjaltlandi í gær hefur verið hætt. Ekki er talið líklegt að þeir finnist á lífi úr þessu. Meðal hinna fimm eru fimmtán ára drengur sem var í starfsnámi um borð ásamt föður sínum.

Sky fréttastofan skýrði frá því að leit væri hætt og að nú væri unnið að því að bjarga bátnum.

Bourbon Dolphin var tekin í gagnið í september síðast liðnum.
Bourbon Dolphin var tekin í gagnið í september síðast liðnum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert