Shaha Riza vildi ekki stöðuhækkunina

Shaha Riza segist ekki hafa viljað stöðuhækkunina.
Shaha Riza segist ekki hafa viljað stöðuhækkunina. AP

Hneykslismálið sem Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans er flæktur í snýst um konu að nafni Shaha Riza sem hefur nú komið fram og sagt að hún hafi aldrei starfað beint undir Wolfowitz og að hann hafi haldið sig fjarri öllum ákvarðanatökum tengdum henni til að forðast hagsmunatengsl.

Hún sagði að stjórn Alþjóðabankans hefði skipað henni að taka að sér verkefni utan höfuðstöðvanna gegn vilja hennar.

Riza var skipuð í vel launað starf í utanríkisráðuneytinu síðast liðinn september. „Ég er núna lögð í einelti sökum þess að ég samþykkti fyrirkomulag sem ég var ekki sammála og hafði aldrei trú á að væri mér í hag,” sagði Riza við fjölmiðla í dag.

Wolfowitz hefur beðist afsökunar á sínum þætti í stöðuhækkun Riza og segist hafa orðið á mistök. Hvíta húsið ítrekaði stuðningsyfirlýsingu sína við Wolfowitz í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert