Stakk nýfædda dóttur sína 135 sinnum með hnífi

Sautján ára gömul stúlka hefur verið handtekin í Oakdale í Minnesota í Bandaríkjunum og ákærð fyrir morð en stúlkan er talin hafa stungið nýfædda dóttur sína 135 sinnum með hnífi.

Að sögn bandarískra fjölmiðla eignaðist stúlkan barnið inni í þvottahúsi á heimili sínu. Hún sagði lögreglu, að hún hefði séð barnið hreyfa fingurna og fyllst skelfingu.

Réttarkrufning á líki barnsins leiddi í ljós að það hafði fæðst lifandi en látið lífið af blóðmissi. 135 stungusár voru á brjósti þess. Móðirin unga setti barnslíkið síðan í ruslapoka og kastaði pokanum í ruslatunnu þar sem það fannst.

Móðir stúlkunnar sagðist ekki hafa vitað af því, að dóttir hennar væri vanfær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert