Þriggja mánaða fangelsi fyrir þátttöku í óeirðunum við Ungdomshuset

Brennandi götutálmi við Ungdomshuset í mars sl.
Brennandi götutálmi við Ungdomshuset í mars sl. SCANPIX

Danskur karlmaður, 44 ára að aldri, var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flöskum að lögreglu og taka þátt í óeirðunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn þegar Ungdomshuset var rifið í mars s.l. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur vegna óeirðanna. Vefsíða danska blaðsins Berlingske Tidende segir frá þessu.

Maðurinn játaði að hafa kastað bjórflösku að lögreglunni að kvöldi þess 1. mars sl. en síðar sama kvöld ók hann tveimur gámum út á Nørrebrogade til að aðstoða mótmælendur við að koma upp vegartálma.

Skýringin sem maðurinn gaf dómaranum var að hann hafi verið drukkinn og hrifist af „stemningunni”.

Saksóknarinn í málinu krafðist átta mánaða fangelsisvistar, en dómari tók undir þá skoðun verjandans að þriggja til fjögurra mánaða fangelsisvist væri hæfileg refsing fyrir brotið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert