Lögregla í Slagelse í Danmörku þurfti í dag að aðstoða ungan mann, sem var að aka yfir Stórabeltisbrúna en féll alvarlegt lofthræðslukast og þorði hvorki að aka áfram né snúa til baka.
Maðurinn var að koma frá Fjóni og ætlaði til Sjálands yfir brúna. Að sögn fréttavefjar Ekstra Bladet kom lögreglan manninum til aðstoðar og ók bíl hans yfir brúna í land. Þá hafði maðurinn jafnað sig og gat haldið ferð sinni áfram.