Garrí Kasparov handtekinn í Moskvu

Sérsveitir lögreglu við Rauða torgið í Moskvu.
Sérsveitir lögreglu við Rauða torgið í Moskvu. Reuters

Garrí Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák og nú einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var handtekinn í Moskvu í morgun en stjórnarandstæðingar reyndu að halda mótmælafund og göngu í borginni gegn Vladímír Pútín, forseta. Lögregla hafði bannað samkomuna.

Ljósmyndari AP fréttastofunnar sá Kasparov inni í lögreglubíl á Púskíntorgi. Veifaði hann til blaðamanna, sem stóðu við bílinn.

Að sögn fréttamanns AFP voru nokkrir erlendir blaðamenn einnig handteknir auk tuga mótmælenda.

Kasparov er leiðtogi Sameiðuðu þjóðfylkingarinnar, sem hafði skipulagt umfangsmiklar mótmælaaðgerðir í samvinnu við aðrar hreyfingar stjórnarandstæðinga sem hafa unnið saman í regnhlífarsamtökunum Hitt Rússland. Þúsundir lögreglumanna voru á Púskíntorgi í morgun til að koma í veg fyrir mótmælafundinn.

Hitt Rússland hefur einnig boðað til mótmælafundar í St. Pétursborg á morgun en stjórnvöld hafa einnig bannað þann fund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert