Gary Kasparov fyrrum heimsmeistara í skák hefur verið sleppt úr haldi eftir að hann og um 170 aðrir mótmælendur sem söfnuðust saman í ólögleg mótmæli gegn rússnesku ríkisstjórninni í Moskvu í morgun voru handteknir. Mótmælendurnir segja að Kremlin sé að herða takið á þeim sem eru ósammála henni.
Talsmaður lögreglunnar sagði að Kasparov hefði verið handtekinn vegna gruns um að hann væri hvatamaður sem stuðlaði að óeirðum í borginni.
Meðal hinna handteknu var Mikhail Kasjanov sem var fyrsti forsætisráðherra Putins en hefur nú gengið í lið stjórnarandstöðunnar. „Það ættu allir að spyrja sig hvað sé að gerast hjá yfirvöldum okkar, eru þau að missa vitið?”, sagði kasjanov og mannfjöldinn hrópaði : „Skamm á ríkisstjórnina”.
Önnur svipuð ólögleg mótmæli eru skipulögð í Pétursborg á morgun.