Tugir létust í flóði á Taílandi

Tugir létust í flóði í Taílandi í dag.
Tugir létust í flóði í Taílandi í dag. AP

Í það minnsta tutt­ugu og sjö manns lét­ust og margra er saknað eft­ir flóð við Sairung og Prai foss­ana í Taílandi. Flóðið átti sér stað þegar marg­ir voru á sundi í ánni því nú er löng frí­helgi vegna ný­árs Búdd­ista. Foss­arn­ir eru í um 700 km fjar­lægð frá höfuðborg­inni Bang­kok.

Að sögn sjón­ar­votta gerðist þetta á ör­skömm­um tíma. Foss­arn­ir eru með um 5 km milli­bili og voru um 100 manns að synda í ánni eða á bökk­um henn­ar.

Björg­un­ar­sveit­ir eru á staðnum og lög­regla, her og sjálf­boðaliðar leita nú að þeim sem saknað er og aðstoða þá sem lifðu flóðið af.

Að sögn voru flest­ir hinna látnu kon­ur og börn, einnig eru marg­ir ferðamenn slasaðir og bíða aðstoðar á stein­um og trjám í ánni.

Mikið hef­ur rignt á svæðinu að und­an­förnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert