Stjórnarandstæðingar safnast saman í St. Pétursborg

00:00
00:00

Hundruð manna hafa safn­ast sam­an í miðborg St. Pét­urs­borg­ar í Rússlandi til að taka þátt í mót­mælaaðgerðum gegn stjórn­völd­um. Lög­regla hef­ur þegar hand­tekið nokkra, þar á meðal leiðtoga ung­menna­sam­tak­anna Pora. Borg­ar­yf­ir­völd hafa heim­ilað mót­mæla­fund en bannað mót­mæla­göng­ur í borg­inni í dag.

Fréttamaður rúss­nesku út­varps­stöðvar­inn­ar Echo, sagði að lög­regla sé með mik­inn viðbúnað og einnig séu sér­sveit­ir inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í viðbragðsstöðu.

Í gær stöðvaði lög­regla mót­mælaaðgerðir í miðborg Moskvu og hand­tók um 170 manns, þar á meðal Garrí Kasparov, fyrr­um heims­meist­ara í skák. Kasparov, sem er einn af leiðtog­um rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar, var síðdeg­is í gær dreg­inn fyr­ir rétt og sektaður um jafn­v­irði 3000 króna fyr­ir að valda upp­námi á al­menna­færi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert