Tvær bandarískar herþyrlur rákust saman

Tveir bandarískar herþyrlur hröpuðu til jarðar norður af Bagdad, að því er virðist eftir árekstur í lofti. Tveir bandarískir hermenn létu lífið og fimm slösuðust, að sögn Bandaríkjahers. Í yfirlýsingu frá hernum segir, að þyrlurnar virðist ekki hafa hrapað vegna aðgerða óvinar.

Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun og önnur sprengja að auki. Að minnsta kosti 15 manns létu lífið í sprengingunum og 50 manns særðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert