Mengun Yangtze-fljótsins „óafturkallanleg"

Þriggja gljúfra stíflan á Yangtze-fljóti.
Þriggja gljúfra stíflan á Yangtze-fljóti. Reuters

Ástandið í stórum hluta fljótsins Yangtze er „afar alvarlegt”, og kemur fram í nýrri skýrslu, sem kínversk stjórnvöld hafa látið gera, að víða sé mengunin orðin óafturkallanleg. 10% hinnar 6.200 kílómetra lönga ár eru afar menguð, þar á meðal uppistöðulónið við „Þriggja gljúfra stífluna” svokölluðu, stærstu vatnsaflsvirkjun heims.

Stjórnvöld hafa heitið því að hreinsa fljótið, en það sér nærri 200 borgum fyrir vatni eða um 35% allrar vatnsnotkunar Kínverja. Tilraunir til að bregðast við vandanum hafa hins vegar reynst árangurslausar vegna þess hve lítið er gert til að fylgja eftir reglum um mengun og losun úrgangs.

Fjórtán milljörðum tonna af úrgangi er árlega losað í fljótið. Auk þess að menga mikilvægar vatnsuppsprettur manna hefur náttúrulíf fljótsins hrunið, en veiði hafði minnkað úr 427.000 tonnum á sjötta áratug síðustu aldar í 100.000 tonn á þeim tíunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert