Royal og Sarkozy hnífjöfn samkvæmt nýrri könnun

Forsetakosningarnar fara fram þann 22. apríl nk.
Forsetakosningarnar fara fram þann 22. apríl nk. Reuters

Í fyrsta sinn hafa frönsku for­setafram­bjóðend­urn­ir Nicolas Sar­kozy og Se­go­lene Royal mælst vera hníf­jafn­ir sam­kvæmt nýrri könn­un, en spurt var hvorn fram­bjóðand­ann fólk myndi kjósa í seinni um­ferð for­seta­kosn­ing­anna.

Royal, sem er fram­bjóðandi sósí­al­ista, og Sar­kozy, fram­bjóðandi hægri manna, fengu hvor um sig 50% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem CSA-Cisco gerði fyr­ir Le Parisien, Aujour­d'hui en France og I Tele.

Í könn­un­inni var spurt hvort fólk myndi styðja Sar­kozy eða Royal ef þau kæm­ust í aðra og lokaum­ferð frönsku for­seta­kosn­ing­anna. Kosið verður á sunnu­dag­inn og þeir tveir sem fá flest at­kvæði í fyrstu um­ferðinni kom­ast í þá síðari. Lokaum­ferðin fer fram þann 6. maí.

Sègoléne Royal sést hér ræða við stuðningsmenn sína í norðurhluta …
Sè­golé­ne Royal sést hér ræða við stuðnings­menn sína í norður­hluta Frakk­lands. Reu­ters
Nicolas Sarkozy glaðbeittur á svip með stuðningmönnum sínum í suðausturhluta …
Nicolas Sar­kozy glaðbeitt­ur á svip með stuðning­mönn­um sín­um í suðaust­ur­hluta Frakk­lands. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka