Royal og Sarkozy hnífjöfn samkvæmt nýrri könnun

Forsetakosningarnar fara fram þann 22. apríl nk.
Forsetakosningarnar fara fram þann 22. apríl nk. Reuters

Í fyrsta sinn hafa frönsku forsetaframbjóðendurnir Nicolas Sarkozy og Segolene Royal mælst vera hnífjafnir samkvæmt nýrri könnun, en spurt var hvorn frambjóðandann fólk myndi kjósa í seinni umferð forsetakosninganna.

Royal, sem er frambjóðandi sósíalista, og Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, fengu hvor um sig 50% atkvæða samkvæmt könnuninni sem CSA-Cisco gerði fyrir Le Parisien, Aujourd'hui en France og I Tele.

Í könnuninni var spurt hvort fólk myndi styðja Sarkozy eða Royal ef þau kæmust í aðra og lokaumferð frönsku forsetakosninganna. Kosið verður á sunnudaginn og þeir tveir sem fá flest atkvæði í fyrstu umferðinni komast í þá síðari. Lokaumferðin fer fram þann 6. maí.

Sègoléne Royal sést hér ræða við stuðningsmenn sína í norðurhluta …
Sègoléne Royal sést hér ræða við stuðningsmenn sína í norðurhluta Frakklands. Reuters
Nicolas Sarkozy glaðbeittur á svip með stuðningmönnum sínum í suðausturhluta …
Nicolas Sarkozy glaðbeittur á svip með stuðningmönnum sínum í suðausturhluta Frakklands. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka