Segja ESB ekki þurfa nýja stjórnarskrá

Jan Peter Balkenede ásamt Tony Blair.
Jan Peter Balkenede ásamt Tony Blair. Reuters

Forsætisráðherrar Bretlands og Hollands segja að Evrópusambandið hafi enga þörf á „algjörlega nýrri stjórnarskrá“, aðeins sé nauðsynlegt að gerðar verði takmarkaðar breytingar á núverandi samningum.

Þeir Tony Blair og Jan Peter Balkenende segja að einblína eigi á breytingar sem geri það að verkum að ESB verði starfhæfara, að því er segir á fréttavef BBC.

Hollendingar tóku afstöðu gegn sameiginlegri stjórnarskrá sambandsins árið 2005 með þeim afleiðingum að neyðarástand skapaðist um framtíð ESB.

Blair hér því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi, en embættismenn segja að það sé engin þörf á því að kjósa um einfalt og „breytt“ samkomulag.

„Ég tel að fólk geri sér grein fyrir því með augljósum hætti hvaða þættir það eru sem ýta undir evrópskt ofurríki sem við viljum ekki [...] og þeirra þátta sem eru nauðsynlegir til að Evrópa verði starfhæfari,“ sagði Blair eftir fund forsætisráðherranna í London í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert