Starfsmenn írskra kráa heilsuhraustari vegna reykingabanns

Danir stefna á að banna reykingar á börum og veitingastöðum.
Danir stefna á að banna reykingar á börum og veitingastöðum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Starfsmenn á írskum öldurhúsum eru almennt heilsuhraustari nú þremur árum eftir að bann við reykingum á vinnustöðum var sett á í landinu. Í rannsókn sem gerð var á 73 starfsmönnum 42 kráa kemur fram að þeir séu nú í reykmettuðu andrúmslofti í aðeins 25 mínútur á viku, miðað við 40 klukkustundir fyrir bannið.

Í rannsókninni kemur einnig fram að loftmengun hafi minnkað um 83% á írskum og að krabbameinsvaldandi efni hafi minnkað um 80% síðan fyrir þremur árum. Útblástursmengun vegna bílaumferðar er það sem nú er helst talið ógna öndunarfærum Íra.

Reykingabanninu hefur verið afar vel tekið á Írlandi, en þar búa 4,2 milljónir manna og reykir um þriðjungur þeirra. Mörg Evrópulönd hafa fylgt fordæmi Íra í kjölfarið, en hér á landi verður slíkt bann sett á í júní nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert