Tveir Svíar náðaðir í Íran

Írönsk stjórnvöld segjast hafa náðað tvo Svía, sem dæmdir voru í 2 ára fangelsi fyrir að taka ljósmyndir af hernaðarmannvirkjun. Mennirnir voru handteknir í mars í fyrra á eyjunni Qeshm á Hormuz-sundi. Að sögn sænskra fjölmiðla störfuðu mennirnir við byggingavinnu í Íran þegar þetta gerðist.

Íranska utanríkisráðuneytið segir að mennirnir verði látnir lausir nú í kvöld. Þjóðverji og Frakki, sem handteknir voru fyrir svipaðar sakir, hafa einnig verið látnir lausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert