Franska dagblaðið Le Monde greinir frá því í dag að leyniþjónustan þar í landi hafi vitað af áætlunum Al-Quaida samtakanna um að ræna bandarískum flugvélum í því skyni að fremja hryðjuverk í Bandaríkjunum. Þetta komi fram í um þrjú hundruð síðna leynilegri skýrslu sem blaðaðmenn Le Monde komust yfir.
Skýrslan, sem var skrifuð á tímabilinu júlí 2000 til október 2001, geymir ítarlegar upplýsingar um Al-Qaida samtökin, áætlanir þeirra, fjármögnun, nöfn yfir helstu foringja og undirforingja, myndir, kort og fleira. Mesta athygli blaðamanna vekja ítarlegar athuganir leyniþjónustunnar í september 2000 þar til í ágúst 2001. Þær athuganir beindust helst að fyrirætlun Al-Qaida um að ráðast gegn Bandaríkjunum sjálfum með því að ræna flugvél þar í landi. Af þeim upplýsingum megi ráða að franska leyniþjónustan hafi haft fulla vitneskju um hvað væri í vændum bæði í New York og í Washington.
Yfirmenn frönsku leyniþjónustunnar á því tímabili sem um ræðir, staðhæfa að upplýsingum hafi verið komið til Bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) en því neita tveir fráfarandi yfirmenn CIA sem sérhæfðu sig í aðgerðum Al-Qaida samtakanna.