Bush segir þjóðarsorg ríkja í Bandaríkjunum vegna atburðanna í Blacksburg

Bush flutti ávarp við minningarathöfnina sem fram fór í tækniháskólanum …
Bush flutti ávarp við minningarathöfnina sem fram fór í tækniháskólanum í Virginíu. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag á minningarathöfn sem fram fór í Blacksburg þjóðarsorg ríkti í Bandaríkjunum vegna atburðanna í tækniháskólanum í Virginíu.

Bush, sem var viðstaddur athöfnina ásamt eiginkonu sinni Lauru Bush, kallaði eftir því að fólk myndi aðstoða ættingja fórnarlambanna sem væru nú yfirbuguð af sorg. „Á þessum angistartímum þá vona ég að þið vitið að fólk um allt land eru að hugsa til ykkar og það biður guð um að veita öllum þeim huggun atburðurinn hefur snert.“

Charles Steger, rektor háskólans, sagði að „öll þjóðin og margir íbúar annarra landa hafa komið saman til þess að syrgja“ vegna harmleiksins. Þá sagðist hann vonast til þess að það verði til þess að sárin geti byrjað að gróa.

Mikil depurð ríkti á þegar námsmennirnir komu saman í Cassell Coliseum íþróttahöllinni sem er á skólalóðinni til þess að vera viðstaddir minningarathöfnina, en hún var jafnframt sýnd í háskólasjónvarpinu.

Námsmennirnir hughreystu og föðmuðu hverjir aðra er þeir yfirgáfu íþróttahöllina. Tilfinningarnar báru marga ofurliði enda margir fyrst nú að átta sig á því hvað raunverulega gerðist í skólanum í gær. Námsmennirnir segja að skólaandinn muni koma þeim yfir erfiðasta hjallann. Það væri þó ljóst að margir erfiðir dagar væru framundan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert