Danir hamingjusamasta þjóð Evrópu

Danir eru hamingjusöm þjóð.
Danir eru hamingjusöm þjóð. mbl.is/Ómar

Danir eru hamingjusamasta þjóðin í Evrópusambandinu samkvæmt könnun, sem vísindamenn í Cambridgeháskóla hafa gert. Samkvæmt könnuninni fá Danir einkunnina 8,31 á hamingjuskala 10, Finnar eru í öðru sæti með 8,05 og Írar í 3. sæti með 7,98. Svíar eru fjórðu og Hollendingar fimmtu.

Könnunin var gerð meðal þeirra 15 þjóða, sem voru í Evrópusambandinu fyrir árið 2005. Í neðstu sætum voru Grikkir, Portúgalar og Ítalar.

Lagðir voru spurningalistar fyrir 20 þúsund manns í löndunum 15 og voru svörin borin saman við niðurstöður annarrar rannsóknar til að reyna að finna orsakir hamingjunnar.

Luisa Corrado, sem stýrði rannsókninni, sagði að rannsóknin benti til þess að traust þegnanna á þjóðfélagið og stjórnvöld skipti afar miklu máli. Almennt séð eru konur hamingjusamari en karlmenn og ungir og aldraðir voru ánægðari með lífið en miðaldra fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert