Lög um skotvopnaeign í Virginíu ein þau vægustu í Bandaríkjunum

00:00
00:00

Það er til­tölu­lega auðvelt að kaupa skamm­byssu eða riff­il í Virg­in­íu í Banda­ríkj­un­um, en lög rík­is­ins um skot­vopna­eign eru þó ekki þau væg­ustu í Banda­ríkj­un­um, að því er frétta­stof­an AFP grein­ir frá. All­ir Virg­iníu­bú­ar sem orðnir eru 18 ára mega kaupa skot­vopn ef nöfn þeirra eru ekki á list­um yfir skráða af­brota­menn.

Bra­dy-sam­tök­in, sem berj­ast fyr­ir hert­um regl­um um skot­vopna­eign í Banda­ríkj­un­um, gefa Virg­in­íu ein­kunn­ina C mín­us, á skal­an­um A til F, fyr­ir hversu öfl­ug skot­vopna­lög­gjöf­in þar er. 32 af 50 ríkj­um Banda­ríkj­anna fá D eða F í ein­kunn hjá sam­tök­un­um.

Til að kaupa og eiga byssu í Virg­in­íu þarf ekki byssu­leyfi, en án slíks leyf­is er ein­ung­is heim­ilt að kaupa eina skamm­byssu á mánuði, og ekki þarf að bíða neinn frest til að fá byss­una í hend­ur. Þeir sem hafa byssu­leyfi geta keypt fleiri en eina skamm­byssu á mánuði.

Sá sem ekki er íbúi í Virg­in­íu get­ur keypt byssu í rík­inu, en verður að bíða 10 daga frest áður en hann fær vopnið af­hent, eða þar til hann fær já­kvæða um­sögn frá lög­regl­unni í rík­inu.

Bra­dy-sam­tök­in benda á, að skot­vopna­lög­gjöf­in heim­ili hverj­um sem er að kaupa árás­ar­vopn og hleðslur í þau án nokk­urra tak­mark­ana, eins og til dæm­is AK-47 og Uzi. Jafn auðvelt sé að kaupa árás­ar­vopn og veiðiriffla.

Lög­in banna að dæmd­um glæpa­mönn­um séu seld skot­vopn, og ekki má selja eða gefa fólki und­ir 18 ára slík vopn, nema inn­an fjöl­skyld­unn­ar. Þó er heim­ilt að selja börn­um eldri en 12 ára riffla og hagla­byss­ur.

Um­deilt er að hægt er að kaupa vopn á sýn­ing­um á notuðum skamm­byss­um án þess að kaup­and­inn þurfi að bíða frest eða kanna þurfi fer­il hans. Bent er á að með þess­um hætti geti fólk keypt byss­ur, borgað í reiðufé og þá sé eng­in leið að hafa uppi á því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert