Lögreglan hefur nú greint frá því að námsmaðurinn sem banaði a.m.k. 30 manns í tækniháskólanum í Virginíu hafði verið vísað á geðdeild síðla árs 2005. Að sögn lögreglu var Cho Seung-hui sendur í sálfræðimat eftir að tvær skólasystur hans höfðu lagt fram kvörtun gegn honum.
Kvartanirnar bárust í nóvember og desember árið 2005, en á sama tíma höfðu enskukennarar Chos lýst yfir áhyggjum sínum vegna skrifa hans og almennrar hegðunar hans.
Yfirvöld hafa hingað til ekki náð að tengja neitt fórnarlambanna við Cho með beinum hætti.
Ungu konurnar sem kvörtuðu undan honum voru ekki á meðal þeirra sem létust í fyrradag.
Lögreglan greindi hinsvegar frá því á blaðamannafundi að Cho hafi verið vel þekktur, bæði hjá háskólayfirvöldu og hjá lögreglunni í Blacksburg.
Kennarar og samnemendur Chos hafa nú greint frá því hvernig Cho hafi hagað sér á óútreiknanlegan máta, skapsveiflum hans og ofbeldisfullum skrifum hans.