Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfestir bann við ákveðnum aðferðum fóstureyðinga

Andstæðingar fóstureyðinga komu saman til mótmælahalda fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna …
Andstæðingar fóstureyðinga komu saman til mótmælahalda fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í dag. Reuters

Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í dag bann gegn ákveðnum aðferðum fóstureyðinga í landinu. Úrskurðurinn takmarkar því rétt kvenna á því að láta eyða fóstri. Dómstólinn var nánast klofinn í tvennt en fóstureyðingar er mikið hitamál í Bandaríkjunum.

Fimm dómarar úrskurðuð með banninu á meðan fjórir voru því mótfallnir. Um er að ræða fóstureyðingalöggjöf, þann bann við sumum tegunda fóstureyðinga, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti staðfesti sem lög árið 2003, eftir að repúblikanar á Bandaríkjaþing höfðu samþykkt lagafrumvarpið. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Úrskurður dómstólsins í dag er sagður marka tímamót. Þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfestir alríkislög sem banna ákveðnar tegundir fóstureyðinga síðan úrskurðað var árið 1973 að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt á því að fara í fóstureyðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert