Abbas sagður trúa því að Johnston sé á lífi

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hefur verið fullvissaður um að breski blaðamaðurinn Alan Johnston, sem er í haldi herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu, hafi ekki verið tekinn af lífi líkt og haldið var fram fyrr í þessari viku. Þá segir Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, palestínsk yfirvöld vinna að því að tryggja lausn hans. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

“Allir aðilar á Gasa hafa staðhæft við forsetann að þvert á það sem haldið hefur verið fram opinberlega sé herra Johnston á lífi,” segir Erekat. “Forsetinn er því sannfærður um að hann sé á lífi og á þessari stundu er allt kapp lagt á að tryggja frelsun hans.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert