Rafræn merking eldra fólks

Malcom Wicks, ráðherra í bresku ríkisstjórninni sem fer með málefni vísindanna hefur stungið upp á því að eldra fólk sem er andlega vanheilt verði merkt með rekjanlegum merkjum líkt og sumir fangar sem dæmdir hafa verið í stofufangelsi bera á ökklanum.

Wicks sagði að með þessum hætti gæti þetta fólk notið frelsis til að flakka um í sínu samfélagi. Hann tók fram að slíkt yrði einungis gert sem samþykki þeirra sjálfra eða nánustu fjölskyldu.

Í viðtali við BBC Sagði hann að þetta mál „snérist um virðingu og sjálfstæði á ævikvöldi.”

Breska heilbrigðisráðuneytið neitaði að gefa út yfirlýsingu um hvort þessi áform væru líkleg til að verða að markmiði ríkisstjórnarinnar.

Góðgerðarstofnun sem starfar með eldra fólki hefur tekið varfærnislega undir að þessi áform gætu veitt sumu fólki meira frelsi og öryggi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka