Tíu létust í Bagdad

Sjálfsvígsmaður ók bíl sínum hlöðnum sprengiefni á eldsneytisbíl í dag. Allt að tíu manns létust í sprengingunni sem varð nokkrum klukkustundum áður en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom í heimsókn til borgarinnar og degi eftir fjölmargar sprengingar sem tóku nánast 200 mannslíf í Bagdad.

Reuters fréttastofan telur að al-Qaeda hryðjuverkasamtökin standi að baki sprengjuárásunum i gær og í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert