Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í samtali við fréttamenn í dag að ekki væri lengur þörf á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan sambandssamning innan Evrópusambandsins. Aðildarríki ESB hafa stefnt að því að ná sáttum um samning sem kæmi í stað svokallaðrar stjórnarskrár sem ekki hefur náðst eining um.
Blair tilkynnti þetta í viðtali við hóp blaðamanna frá öðrum Evrópulöndum og er líklegt að breskir andstæðingar ESB líti á þetta sem kúvendingu frá fyrri yfirlýsingum um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
ESB hefur róið að því öllum árum að geta fundið málamiðlun í tæka tíð fyrir fund sem verður haldinn í Brussel í júní en það verður síðasti alþjóðlegi fundurinn í forsætisráðherratíð Blairs.