NASA-bygging rýmd vegna byssumanns

Johnson Space Center í Houston í Texas.
Johnson Space Center í Houston í Texas. Reuters

Rýma þurfti Johnson Space Center, sem tilheyrir bandarísku geimferðastofnuninni (NASA), í Houston í Bandaríkjunum í dag eftir að fréttir bárust að byssumaður væri inni í byggingunni. Tilkynning barst lögreglu kl. 13:40 að staðartíma en hún var kölluð að byggingu 44, en þar eru rannsóknarstofur og fjarskiptaaðsetur.

Öryggiverðir í Johnson Space Center og lögreglan í Houston, þ.á.m. sérsveitarmenn, voru sendir á staðinn og leita þeir nú byssumannsins.

Fram kemur á fréttavef CNN að a.m.k. eitt skothljóð hafi heyrst inni í byggingunni og að vopnaðir einstaklingurinn sé starfsmaður NASA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert