Rússneska leyniþjónustan boðar Kasparov til yfirheyrslu

Garry Kasparov.
Garry Kasparov.

Fulltrúar rússnesku leyniþjónustunnar yfirheyrðu í dag skákmeistarann Gary Kasparov, í kjölfar umfangsmikilla aðgerða gegn andstæðingum stjórnvalda um síðustu helgi. Kasparov var boðaður til yfirheyrslu vegna yfirlýsinga sinna sem leyniþjónustan telur að kunni að flokkast undir ólöglega hvatningu til öfgastarfsemi.

Kasparov, sem er fyrrverandi heimsmeistari í skák, er einn harðasti gagnrýnandi Vladimír Pútíns Rússlandsforseta, og hefur leitast við að sameina stjórnarandstöðuöfl fyrir kosningar sem haldnar verða á næsta ári.

Rússneska leyniþjónustan FSB er helsti arftaki KGB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert