Þörfin fyrir endurnýjun er helsta kosningamál frönsku forsetakosninganna. Þetta er mat Torfa Tulinius, prófessors í frönsku við Háskóla Íslands. Hann segir að síðustu árin hafi ríkt tímabil stöðnunar í Frakklandi og að núverandi forseti landsins, Jacques Chirac, sé birtingarmynd kyrrstöðunnar.
Helstu kosningamálin séu 10% atvinnuleysi í landinu, vandi innflytjenda og afkomenda þeirra, samkeppnishæfara Frakkland og uppstökkun menntakerfisins séu Frökkum ofarlega í huga, „það eru allir í Frakklandi mjög meðvitaðir um að það þarf að breyta mjög mörgu," segir Torfi og bendir á að vísbendingar séu um góða kjörsókn um helgina, sérstaklega á meðal ungs fólks og innflytjenda.
Torfi telur að frambjóðandi sósíalista og fyrsta konan sem á raunverulega möguleika á forsetasæti í Frakklandi, Ségolène Royal, hafi sigur í seinni umferðinni þann 6.maí.