Frönsku forsetaframbjóðendurnir hafa undanfarna daga reynt að höfða til þeirra kjósenda sem eru ekki búnir að ákveða sig hvern þeir vilji sem næsta forseta Frakklands. Sjálfar kosningarnar fara fram á sunnudag og eru um þriðjungur franskra kjósenda eru óákveðnir.
Síðasti dagur kosningabaráttunnar var í dag, en í kosningabaráttunni hefur ekki síður verið lögð áhersla á persónur einstakra frambjóðenda sem og stefnumál. Alls hafa 12 boðið sig fram til forseta en afar ólíklegt er að nokkur þeirra fái yfirgnæfandi meirihluta í kosningunni á sunnudag.
Samkvæmt skoðanakönnunum er miðhægri maðurinn Nicolas Sarkozy fremstur, en þar á eftir kemur sósíalistinn Segolene Royal og þá miðjumaðurinn Francois Bayrou þriðji.