Björgunarmenn eru vonlitlir um að þriggja mann áhöfn „draugaskútunnar” sem fannst við strendur Ástralíu á miðvikudag, kenningar eru uppi um að áhöfnin hafi fallið útbyrðis í slæmu veðri og að bátinn hafi janvel rekið síðan sl. sunnudag, sama dag og hann fór frá höfn.
Þyrla sá bátinn, Kaz II, á reki sl. miðvikudag, en björgunarmenn komust ekki um borð í hann fyrr en sl. föstudag. Þegar að var komið var vél skútunnar í gangi og hafði verið lagt á borð fyrir þrjá. Ekkert hefur síðan spurst til áhafnarinnar.
Leitað er nú við norðurstrendur Queensland í von um að áhafnarmeðlimir hafi komist í land. Um borð voru bræður á sjötugsaldri og skipstjóri skútunnar á sextugsaldri. Lögregla telur ekkert benda til að eitthvað glæpsamlegt tengist hvarfi mannanna.