Castro sagður hafa sinnt sínu fyrsta opinbera embættisverki

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, virðist á undanförnum vikum hafa tekið æ virkari þátt í stjórn landsins ásamt bróður sínum Raul. Er Castro m.a. sagður hafa hitt kínverskan embættismann og er sá fundur talið vera fyrsta opinbera embættisverk hans frá því hann fól bróður sínum tímabundið völd í landinu á síðasta ári.

Engar myndir hafa þó verið birtar af fundi Castros með kínverska embættismanninum Wu Guanzheng sem er í fjögurra daga heimsókn á Kúbu til að ræða pólitísk og efnahagsleg tengsl ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert