Danska ríkislögreglan rannsakar ekki mál þar sem fólk er grunað um að skoða barnaklám á netinu, þar sem slíkt er ekki ólöglegt samkvæmt dönskum lögum.
Aðeins er ólöglegt að vista slíkt efni á tölvum og kaupa aðgang að vefsíðum þar sem klámmyndir eru birtar af börnum yngri en 18 ára.
Þetta kom fram í svari dómsmálaráðherra Danmerkur, Lene Espersen við fyrirspurn þingmanns sósíalista, Pernille Vigsø Bagge. Þetta kemur fram á vefsíðu Berlingske Tidende.
Í svarinu kemur fram að þeir sem aðeins skoða vefsíðurnar, en hlaða engu niður á eigin tölvur, brjóti ekki gegn dönskum lögum, og því sé ekkert aðhafst í slíkum málum. Um 1.500 Danir reyna á hverjum degi að opna vefsíður með barnaklámi samkvæmt dönsku ríkislögreglunni.