Ráðist inn í bandarískan skóla á Gasasvæðinu

Grímuklæddir vopnaðir menn réðust inn í einkarekinn bandarískan skóla í Beit Lahiya á norðurhluta Gasasvæðisins í morgun og sprengdu þar nokkrar litlar sprengjur. Töluverðar skemmdir urðu á byggingunni en engin slys urðu á fólki. Áður en mennirnir fóru inn í bygginguna bundu þeir þrjá öryggisverði. Þeir tóku þá síðan með sér er þeir yfirgáfu staðinn en slepptu þeim nokkru síðar.

Talið er hugsanlegt að málið tengist árásum á netkaffihús á Gasasvæðinu að undanförnu en samtök sem kalla sig Sverð sannleikans hafa lýst þeim árásum á hendur sér og sagt ástæðu árásanna þá að netkaffihúsin veiti palestínskum ungmennum aðgang að ósæmilegu efni.

Um síðustu helgi sprakk einnig smásprengja á bókasafi sem rekið er af kristnum samtökum í Gasaborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert