Tamíl-tígrar grunaðir um að bera ábyrgð á milljarða greiðslukortasvikum í Bretlandi

Mörgum hefur eflaust þótt bensíndropinn nógu dýr fyrir
Mörgum hefur eflaust þótt bensíndropinn nógu dýr fyrir mbl.is

Bresk lögregla rannskar nú sakamál þar sem grunur leikur á að greiðslukortasvindl sem farið hefur fram á bensínstöðvum um allt landið um árabil hafi verið notað til að fjármagna uppreisnarmenn á Sri Lanka. Áætlað er að um 30 milljónum punda, eða sem svarar um fjórum milljörðum króna hafi verið stolið einungis á síðasta ári.

Aðgerðin er sögð fela í sér að afrita greiðslukortaupplýsingar og PIN-númer úr bensínsjálfsölum, en litlar upphæðir hafi svo verið teknar af viðkomandi kortum yfir langt tímabil, til að koma í veg fyrir að upp kæmist um stuldinn.

Lögregluyfirvöld segja að augljóst sé að um skipulagða starfsemi hafi verið að ræða, þau hafa ekki sagt opinberlega að hinir svokölluðu Tamíl-tígrar beri ábyrgð á glæpunum, en ljóst er að stór hluti fjárins hefur hafnað á Sri Lanka.

Fréttastofa Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni sendiráðs Sri Lanka í Lundúnum að uppreisnarmenn beri ábyrgðina og Tamílar í Bretlandi hafi fengið fé frá uppreisnarmönnum til að fjárfesta í bensínstöðvaútibúum, og að svikin hafi þannig verið auðvelduð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert